Upplifðu frábæra 2ja tíma ævintýralega Buggy ferð

Buggy Ævintýraferð

Brottför kl. 10:00 og kl. 14:00

2ja tíma ferð - Verð frá kr. 29.900

Ferðin hefst við Skíðaskálann Hveradölum

Eftir stutta yfirferð á öryggismálum er farið í fatnað og hjálmur settur upp.  Því næst er farið í Buggy bílana.

Í þessari tveggja tíma ferð er einstakt tækifæri til að upplifa náttúru Íslands.  Við förum skemmtilega leið þar sem við sjáum stórkostlegt landslag, förum yfir ár og upp á útsýnisstaði með tilkomumiklu útsýni í allar áttir.

Buggy bílarnir okkar er 2ja og 4ja sæta.  4x4 og sjálfskiptir.  Allir bílarnir uppfylla ítrustu öryggiskröfur eins og bílbelti og veltigrind. 

Tveir til fjórir aðilar geta verið í sama bílnum.  Oftast nær eru tveir í hverjum bíl.

Einnig er hægt að panta stakan bíl og er þá bara bílstjórinn í þeim bíl.

Innifalið:

  • 2ja tíma Buggy ferð.
  • Einangraður galli
  • Hjálmur
  • Andlitshlíf
  • Við útvegum allan búnað fyrir örugga og þægilega ferð

Í BOÐI
Allt árið

LENGD
2 klukkustundir

ERFIÐLEIKASTIG
Auðvelt

LÁGMARKSALDUR
8 ára

BROTTFARASTAÐUR
Hveradalir

SÆKJA TIL REYKJAVÍKUR
Í boði

Gilt ökuskírteini er skilyrði til að fá að keyra Buggy bíl.

Verð miðast við að komið sé á staðinn í Skíðaskálann í Hveradölum.