Buggy ferð í Reykjadal
Brottför kl. 10:00 og kl. 14:00
3ja tíma ferð - Verð frá kr. 59.900
3 tíma ferð þar sem við förum á Buggy bílunum bak við fjöllin inn í Reykjadal þar sem við förum ofan í heita ána og böðum okkur. Finndu fyrir stórkostlegri íslenskri náttúru.
Ferðin hefst við Skíðaskálann Hveradölum
Eftir stutta yfirferð á öryggismálum er farið í fatnað og hjálmur settur upp. Því næst er farið í Buggy bílana.
Hápunktur ferðarinnar er þegar við förum í sundfötin og böðum okkur í ánni eftir stutta og skemmtilega göngu í Reykjadal.
Taktu sundfötin með og gönguskó og vertu viðbúin 20-25 mínútna göngu frá þeim stað sem við leggjum Buggy bílunum og löbbum að ánni eftir merktri göngulið þar sem má sjá ólgandi hveri og reyk stíga upp úr jörðu.
Buggy bílarnir okkar er 2ja og 4ja sæta. 4x4 og sjálfskiptir. Allir bílarnir uppfylla ítrustu öryggiskröfur eins og bílbelti og veltigrind.
Tveir til fjórir aðilar geta verið í sama bílnum. Oftast nær eru tveir í hverjum bíl.
Einnig er hægt að panta stakan bíl og er þá bara bílstjórinn í þeim bíl.
Innifalið:
- 3ja tíma Buggy ferð.
- Einangraður galli
- Hjálmur
- Andlitshlíf
- Við útvegum allan búnað fyrir örugga og þægilega ferð
Gilt ökuskírteini er skilyrði til að fá að keyra Buggy bíl.
Verð miðast við að komið sé á staðinn í Skíðaskálann í Hveradölum.