Buggy og Borgari

Brottför kl. 10:00 og 14:00

2ja tíma ferð - Verð frá kr. 39.900

Eftir stutta yfirferð á öryggismálum er farið í hlífðarfatnað og öryggisbúnaður settur upp.  Því næst er farið í Buggy bílana og lagt af stað frá Skíðaskálanum við Hveradali.

Í þessari tveggja tíma ferð er einstakt tækifæri til að upplifa náttúru Íslands.  Við förum skemmtilega leið þar sem við sjáum stórkostlegt landslag, förum yfir ár og upp á útsýnisstaði með tilkomumiklu útsýni í allar áttir.

Við stoppum við í Gróðurhúsinu í Hveragerði og fáum okkur ljúffengan hamborgara og meðlæti.

Buggy bílarnir okkar er 2ja og 4ja sæta.  4x4 og sjálfskiptir.  Allir bílarnir uppfylla ítrustu öryggiskröfur eins og bílbelti og veltigrind. 

Tveir til fjórir aðilar geta verið í sama bílnum.  Oftast nær eru tveir í hverjum bíl.

Einnig er hægt að panta stakan bíl og er þá bara bílstjórinn í þeim bíl.

Innifalið:

  • 2ja tíma Buggy ferð.
  • Einangraður galli
  • Hjálmur
  • Andlitshlíf
  • Við útvegum allan búnað fyrir örugga og þægilega ferð

Í BOÐI
Allt árið

LENGD
2 klukkustundir

ERFIÐLEIKASTIG
Auðvelt

LÁGMARKSALDUR
8 ára

BROTTFARASTAÐUR
Hveragerði - Gróðurhúsið

SÆKJA TIL REYKJAVÍKUR
Í boði

Gilt ökuskírteini er skilyrði til að fá að keyra Buggy bíl.

Verð miðast við að komið sé á staðinn við Gróðurhúsið í Hveragerði.