Upplifðu óbyggðir Íslands á ævintýralegan hátt

Landmannalaugar og Fjallabak - Dagsferð

Brottför kl. 09:00 - Verð frá kr. 149.000

📍 Vegalengd: 203 km  ⏳ Tímalengd: 7 hours  📅 Tímabil: Júní - Nóvember  

Landmannalaugar og Fjallabak – Villta Hjarta Íslands

Einstök dagsferð á buggy bílum um Fjallabak og Landmannalaugar – vinsælasta friðland Íslands. Svæðið spannar 47 ferkílómetra af hrjúfu og ævintýralegu landslagi í 500 metra hæð og hærra. Þetta heilsdags buggy torfæruævintýri er hannað fyrir ævintýragjarna og leiðir þig um óþekkt svæði með góðri leiðsögns þar sem farið er á leynda staði á afskekktu hálendinu 

Ferðin býður upp á djúpa og áhrifaríka upplifun af stórbrotnu svæði Fjallabaks, þar sem á heiðskírum degi má sjá allt að fimm jökla: Vatnajökul, Mýrdalsjökul, Eyjafjallajökul, Tindfjallajökul og Torfajökul.


Leiðin

  • Hrauneyjar Hálendismiðstöð: Brottfararstaður ferðarinnar.

  • Hrauneyjarlón, Bjallavað, Hnausapollur, Frostastaðavatn: Leiðin að Landmannalaugum.

  • Landmannalaugar: Jarðhitasvæði með heitum laugum og litskrúðugum líparítfjöllum.

  • Eldgjá: Stærsta eldgjá heims, sem gaus árið 934 e.Kr.

  • Álftavötn: Gamall fjallaskáli sem áður var notaður af sauðfjárbændum.

  • Mælifell: Gróið eldfjall sem rís úr svörtum sandi, umkringt Mýrdalsjökli.

  • Katla: Eitt virkasti eldfjall Íslands, sem gaus síðast árið 1918.

  • Bláfjallakvísl, Hvanngil, Álftavatn, Laufafell, Reykjadalir, Pokahryggir, Dómadalur: Á leiðinni til baka að Hálendismiðstöðinni í Hrauneyjum.


Hvers vegna velja þessa ferð?

✅ Ævintýraleg ferð með árþverunum, sandvegum og hálendisleiðum. 

✅ Ótrúleg fjölbreytni í landslagi – jöklar, eldfjöll, heitar laugar og svartur sandur

✅ Afskekkt svæði með færri ferðamönnum

✅ Tækifæri til að sjá fimm jökla á heiðskírum degi

Bókaðu núna og upplifðu eina af flottustu hálendisferðum Íslands. 

Buggy bílarnir:

Buggy bílarnir okkar er 2ja og 4ja sæta.  4x4 og sjálfskiptir.  Allir bílarnir uppfylla ítrustu öryggiskröfur eins og bílbelti og veltigrind. 

Tveir til fjórir aðilar geta verið í sama bílnum.  Oftast nær eru tveir í hverjum bíl.

Einnig er hægt að panta stakan bíl og er þá bara bílstjórinn í þeim bíl.

Innifalið:

  • 7 tíma Buggy ferð.
  • Einangraður galli.
  • Hjálmur.
  • Andlitshlíf.
  • Við útvegum allan búnað fyrir örugga og þægilega ferð.

Í BOÐI
Júní - Nóvember

LENGD
7 Klst.

ERFIÐLEIKASTIG
Auðvelt

LÁGMARKSALDUR
12 ára

BROTTFARASTAÐUR
Hrauneyjar - Hálendismiðstöðin

SÆKJA TIL REYKJAVÍKUR
Í boði

Gilt ökuskírteini er skilyrði til að fá að keyra Buggy bíl.

Verð miðast við að komið sé á brottfarastað.